Allir hafa þörf fyrir að tjá sig með einhverjum hætti, sú þörf hefur sótt að mér undanfarið og þannig er þetta brölt mitt á blogginu til komið.
Breiðuvíkurumræðan er eitt mál sem hefur haft sterk áhrif á mig eins og marga aðra. Það er ekki oft sem ég, komin á þennan aldur, græt yfir frásögnum fólks í sjónvarpinu en það gerðist kvöld eftir kvöld í vikunni. Fullyrðingar um að sjónvarpið sé takmarkaður fjölmiðill standast engan veginn og eru hálfgerð öfugmæli. Ég dreg ekki í efa að þær sögur sem alþjóð fékk að heyra frá fyrrum skjólstæðingum Breiðuvíkurheimilisins hafi haft áhrif á fólk - ég heyri a.m.k. ekki annað í mínu nánasta umhverfi. En það er vonandi að stjórnvöld taki nú til sinna ítrustu ráða til að skoða hvernig svona gat gerst og ekki síður að skoða hvernig svona starfsemi er rekin í dag. Er kannski ennþá til "Breiðavík" einhversstaðar?
Ég tel að þetta sýni okkur að stjórnvöld hafa ekki staðið sig vel í málum þeirra sem minna mega sín. Enn þann dag í dag eru lausnirnar á þeim vanda sem tengjast málefnum brotinna einstaklinga og/eða fjölskyldna allar í skötulíki og mega aldrei kosta það sem þær raunverulega kosta. Sbr. tilvitnun RUV í í hádegisfréttum í dag í orð formanns fjárlaganefndar, Ef starfsemi Byrgisins á alfarið að fara eftir lögum um heilbrigðisþjónustu þá mun kostnaðurinn verða margfalt hærri en nú er áætlað. Er þetta kannski mergurinn málsins - þessu fólki má veita þjónustu með afslætti ??? Það fer hvort sem ekki fram á að hún sé unnin á faglegum nótum hvað þá að hún skili árangri!!
Flokkur: Dægurmál | 8.2.2007 | 18:29 (breytt kl. 18:41) | Facebook
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.