Tvöfalt óréttlæti

Mér er málið skylt,   mamma er ljósmóðir.    Hún hugsar að vísu vel um mig og hin börnin sín líka, við fáum nóg að borða og hún fer stundum með mig í göngutúr.    Hún fer sjaldan nokkuð annað út nema í sveitina en það kostar ekki neitt.    Hún er stundum að hugsa hvenær komi sá dagur og hvenær hún fái þau laun að hún geti átt mörg skópör í öllum litum eins og konan í blaðinu í morgun.    Hvenær hún geti ferðast til útlanda á hverju ári eins og svo margir gera.    Hún er samt heppin því hún fær ennþá barnsmeðlag með minnsta barninu sínu (ekki mér)   en það er af því hún er ekkja.     Svo fær hún smápening frá stéttarfélagi mannsins síns heitins sem kallast makalífeyrir en það eru tæplega 15 þúsund krónur á mánuði.     Mamma er búin að vera ljósmóðir í 29 ár og hún hefur líka tekið sérmenntun innan fagsins sem tekur 2 ár að læra.   Það er samt ekkert metið sérstaklega í launum.     En eftir  29 ár í ljósmóðurstarfinu hefur hún náð að skríða yfir 300 þúsund krónur í mánaðarlaunum og þá er eftir að draga frá skatta og skyldur - þegar það er búið þá eru eftir rúmlega 200 þúsund krónur.     Einhver þarf kannski að gera sér að góðu að lifa af lægri upphæð en þetta, en þá er ekki  6 ára háskólanám og 2 ára sérnám á bak við það.    Þó ég sé bara hundur og ekkert sérstaklega gáfaður þá skil ég að mömmu svíði það óréttlæti sem hefur gengið svo lengi gagnvart hennar starfsstétt.     Hún er svo þakklát fyrir allan stuðninginn sem almenningur sýnir ljósmæðrum að ég sé stundum að hún fær tár í augun.     Hún hefur líka fengið tár í augun þegar hún hefur hlustað á það sem fjármálaráðherrann segir þá verður hún reið - það er ekkert skrítið hann bullar bara. 


mbl.is Ekki kvennaleiðrétting, heldur barátta fyrir mati menntunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Bjarna

Abraham !! ég er hjartanlega sammála mömmu þinni, þetta er algjört óréttlæti og þó fjármálaráðherrann sé dýralæknir þá eru mörg dýr með meira skynbragð á hvernig á að umbuna góðu fólki.

...bið að heilsa múttu þinni ..ég held að þé kannist við hana

Guðný Bjarna, 5.9.2008 kl. 21:28

2 Smámynd: Guðný Bjarna

Abraham...þú hefur verið klukkaður  !!!!!

Guðný Bjarna, 10.9.2008 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband