Greinilega fleiri en miðaldra......

....konur sem eru hrifnar af Eiríki - enda laaangflottastur í kvöld.    Það voru skiptar skoðanir á því í mínu júróvisjonpartíi um það hver ætti að fara til Helsinki en það tóku þó allir undir það að Eiríkur væri flottur - aldursdreyfingin í partíinu var frá 9 ára til 76 ára.     Áfram Eiríkur !!!!


mbl.is Eiríkur Hauksson verður fulltrúi Íslands í Helsinki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sunnudagsbíltúrinn

Það er alvanalegt að skreppa í bíltúr á sunnudegi - til að sýna sig (bílinn sinn) og sjá aðra.   Þeir eru reyndar ekki sjón að sjá þessa dagana - sést varla í þá fyrir salti og tjöru, það angrar mig ekki þó annara manna bílar séu skítugir.     En það er eitt sem ég læt fara verulega í taugarnar á mér ( er kannski réttara að segja taugarnar hjá mér)  en það eru ljóslausu bílarnir.    Ég vissi alveg að stóru og fínu jepparnir eru margir án stefnuljósa en að þeir væru án ökuljósa það er eitthvað alveg nýtt.   Hvað veldur því ???    Að öðru leiti var bíltúrinn hinn ánægjulegasti með viðkomu í kaffi og kökum í einu háhýsana á Kópavogshálendinu.


Þörfin að tjá sig

Allir hafa þörf  fyrir að tjá sig með einhverjum hætti,   sú þörf hefur sótt að mér undanfarið og þannig er þetta brölt mitt á blogginu til komið.

Breiðuvíkurumræðan er eitt mál sem hefur haft sterk áhrif á mig eins og marga aðra.    Það er ekki oft sem ég, komin á þennan aldur,  græt yfir frásögnum fólks í sjónvarpinu en það gerðist kvöld eftir kvöld í vikunni.    Fullyrðingar um að sjónvarpið sé takmarkaður fjölmiðill standast engan veginn og eru hálfgerð öfugmæli.    Ég dreg ekki í efa að þær sögur sem alþjóð fékk að heyra frá fyrrum skjólstæðingum Breiðuvíkurheimilisins hafi haft áhrif á fólk - ég heyri a.m.k. ekki annað í mínu nánasta umhverfi.  En það er vonandi að stjórnvöld taki nú til sinna ítrustu ráða til að skoða hvernig svona gat gerst og ekki síður að skoða hvernig svona starfsemi er rekin í dag.   Er kannski ennþá til "Breiðavík" einhversstaðar? 

Ég tel að þetta sýni okkur að stjórnvöld hafa ekki staðið sig vel í  málum þeirra sem minna mega sín.     Enn þann dag í dag eru lausnirnar á þeim vanda sem tengjast málefnum brotinna einstaklinga og/eða fjölskyldna allar í skötulíki og mega aldrei kosta það sem þær raunverulega kosta.   Sbr.  tilvitnun RUV í í hádegisfréttum í dag í orð formanns fjárlaganefndar, „Ef starfsemi Byrgisins á alfarið að fara eftir lögum um heilbrigðisþjónustu þá mun kostnaðurinn verða margfalt hærri en nú er áætlað.     Er þetta kannski mergurinn málsins - þessu fólki má veita  þjónustu með afslætti ???     Það fer hvort sem ekki fram á að hún sé unnin á faglegum nótum hvað þá að hún skili árangri!!

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband