Sunnudagsbíltúrinn

Það er alvanalegt að skreppa í bíltúr á sunnudegi - til að sýna sig (bílinn sinn) og sjá aðra.   Þeir eru reyndar ekki sjón að sjá þessa dagana - sést varla í þá fyrir salti og tjöru, það angrar mig ekki þó annara manna bílar séu skítugir.     En það er eitt sem ég læt fara verulega í taugarnar á mér ( er kannski réttara að segja taugarnar hjá mér)  en það eru ljóslausu bílarnir.    Ég vissi alveg að stóru og fínu jepparnir eru margir án stefnuljósa en að þeir væru án ökuljósa það er eitthvað alveg nýtt.   Hvað veldur því ???    Að öðru leiti var bíltúrinn hinn ánægjulegasti með viðkomu í kaffi og kökum í einu háhýsana á Kópavogshálendinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnarsdóttir

Æjih, nú langar mig í köku!

Rúnarsdóttir, 14.2.2007 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband