Guð láti á gott vita

Það er von mín að nú sé bæjarstjórn Kópavogs að ná áttum í þessu máli sem hlýtur að varða alla Kópavogsbúa - einkum okkur sem búum á Kársnesinu.     Byggðin á Kársnesi er eins og allir íbúar þar vita lágreist og göturnar jafnframt frekar þröngar og geta ekki með nokkru móti borið þungaflutninga.    Það er grátlegt að sjá vörubíla og gámaflutningabíla reyna að troða sér þar sem er ekkert pláss fyrir þá - enda sést oft hvar þeir hafa farið um - búnir að ryðja niður ljósum og skiltum.  Ef skipulags- og bæjaryfirvöld væru að kynna ný mannvirki fyrir bíla að og frá Kársnesi eins og t.d. göng undir eða brú yfir Fossvog þá væri umræðan vafalaust allt önnur.    En engan undrar það að íbúunum hrjósi hugur við þessu skrímsli sem fyrirliggjandi tillaga er.     Hvað höfum við að gera með stórskipahöfn hér ?      Er ekki alveg nóg að það séu smábátahöfn og það sem henni fylgir ?    Hvernig væri að efla þjónustu t.d. við skútueigendur og þá sem heimsækja Ísland á slíkum skipum ?   Í kringum það  mætti vel hugsa sér þjónustu af ýmsu tagi sem ekki krefðist mikilla flutninga til og frá höfninni.    

Það er ekki undarlegt að íbúar hér séu uggandi yfir fyrirliggjandi  skipulagstillögum og mótmæli.    Við sem kusum þessa bæjarstjórn yfir okkur munum vonandi hugsa okkur vel um næst þegar gengið verður til kosninga, hvort vert sé að veita þessum mönnum aftur umboð til að stjórna bænum.    Það er að segja ef þessum skipulagstillögum verður haldið til streitu.   Það er ekki líklegt að það gleymist ef af verður.


mbl.is Átök um skipulag Kársness í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Það er tilkomumikið að sjá samstöðu íbúa á Kársnesi við þessum tillögum. Ég held að brú yfir Fossvog eða göng séu bara að dreifa vandamálinu yfir á aðra, enda verða þau göng að enda annars staðar en í kirkjugarðinum á móti eða Nauthólsvík. Slík mannvirki benda á það að svæðið ber ekki það sem verið er að ræða, enda uppskipunarhafnir lýti á umhverfinu nema mjög skynsamir einstaklingar með góðann smekk haldi á spöðunum. Göng og svona brú eru einfaldlega of dýr framkvæmd.

Stækkun á götum Kársnesvegar er það eina "raunhæfa" frá sjónarmiði skipulags og það mun verða ofaná. Þá fáið þið ofvaxna umferðaræð í gegnum hverfi sem ætti að vera í rólegra kantinum.

Þó líst mér vel á að efla íbúðarbyggð þarna yst með útivistarsvæðum og góðum göngu og hjóla stígum meðfram öllum sjávarhliðum. Allavega er hægt að setja 40km hraðatakmörk með myndavélum til að nýbúarnir keyri síður niður þá sem fyrir eru.

Gangi ykkur vel. Kv.

Ólafur Þórðarson, 13.8.2007 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband